Og ég vaknaði á mánudagsmorgun, hljóp sex kílómetra, pakkaði niður útmældan og útpældan hádegismatinn og pældi ekki meira í sunnudeginum og ofátinu sem honum fylgdi. (Note to self; setningarmyndun sýnir fjarlægð frá ábyrgð á ófáti. Verð að skoða) Ég veit nefnilega hvernig það hugsanaferli virkar. Einn slæmur dagur er bara einn slæmur dagur, ég get alveg haldið áfram að borða í einn eða tvo daga. Eða, þetta er bara eitt súkkulaðistykki, ég get alveg fengið mér annað. Eða, þetta er bara ein æfing sem ég er að sleppa, ég get alveg sleppt annarri og annarri. Og annarri. Og einni eftir það.
Ég hef gert það svo oft núna að ég veit að til þess að viðhalda velgengni í leit minni að heilsu og hamingju get ég bara leyft eina slæma ákvörðun í einu. Og svo verð ég að skrifa hana á lífsreynslu, brosa og halda áfram.
Ég trúi af algerri festu á meðalhóf og að hlusta á mína innri rödd. Að hún viti hvað mér er fyrir bestu. En ég veit líka að röddin sem biður um spínat og líkamsrækt er ósköp mjóróma og það er oft erfitt að heyra í henni í gegnum öskrin í hinni röddinni sem heimtar annað Snickers. Það er enn eins og það sé smávegis fórn að gefa Snickersið upp á bátinn en ég er að vinna að því.
Tvö æfingahlaup í viðbót og svo alvöru kapphlaup á sunnudaginn. Spennandi!
1 ummæli:
After looking over a number of the articles on your website, I seriously appreciate your technique of writing a blog.
I book marked it to my bookmark site list and will be checking back soon.
Please visit my web site too and tell me your opinion.
My web blog :: home cellulite treatment
Skrifa ummæli