mánudagur, 2. janúar 2012


Ársmarkmið:  Að verða 74 kíló. Þetta eru uþb 15 kíló af eða rétt rúmt kíló á mánuði. Ég man ekki eftir því að hafa nokkurntíman verið þetta létt og ég veit ekki alveg afhverju ég hef á tilfinningunni að 74 kíló sé rétta þyngdin fyrir mig en mér finnst það bara. Ég áskil mér að sjálfsögðu 100% réttindum til að breyta um þetta markmið, upp eða niður.

2 og ½ mánaða markmið: Að ná að verða 80 kíló fyrir 13. mars. Þetta eru rétt rúm 3 kíló af á mánuði og er helvíti snart áætlað fyrir mig, en mig langar til að setja mér hressilegt markmið til að byrja með og til að ná upp smá veltihraða.  Sem stendur er ég stemmd fyrir áskorun og fyrir smávegis vinnu.

Mánaðarmarkmið: 3.5 kíló af fyrir Janúar lok. 

Vikuleg markmið:  Ég ætla að byrja aftur að skipuleggja vikumatseðil á sunnudegi, verlsa markvisst í matseðilinn og vera skipulagðari hvað mat varðar. Ég þarf að hafa í huga næringargildi og ég þarf að huga mun betur að magni. Ég þarf að vigta og mæla betur það sem ég borða. Ég ætla að byrja aftur að rannsaka nýjar matartegundir og gera tilraunir. Ég ætla að hlaupa 3 sinnum í viku og gera líkamsþyngdaræfingar 3 sinnum í viku.  Ég ætla að endurtaka 10Km prógrammið með það í huga að ná betri hraða. Ég ætla að verða vöðvastælt og sterk.

Dagleg markmið:  Ég ætla að skrásetja daglega það sem ég borða – og rannsaka hvað hentar best mínum líkama til að léttast. Ég ætla að passa það sem ég sting upp í mig án þess að taka eftir því og taka á því.  Ég ætla að drekka meira vatn. Ég ætla að halda mig innan BMR marka. Og það gildir líka um laugar- og sunnudaga.

Þetta er grófa planið mitt. Það eru að sjálfsögðu allskonar smáatriði sem þarf að huga að og svo þarf að koma þessu líka í framkvæmd.  Mér finnst dálítið erfitt að setja fram svona skýr markmið hvað vigtina varðar, það er langt síðan ég dansaði við þann djöful. En ég er bara í svona stemningu núna. Og ekkert að því að nota svona hressleika til stórverka. 

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hvað ertu há?
Baráttukveðjur frá reglulegum lesanda :)

Inga Lilý sagði...

Glæsileg markmið, mín eru:
Verða 72 kg, hlaupa maraþon, hugsa betur um hvað ég set ofan í mig, þeas hugsa frekar um næringarlegt gildi frekar en kcal fjölda, hlaupa amk 1200 km og auka þolinmæði gagnvart börnunum mínum ( stundum er ég þreytt þar sem êg vakna flesta morgna um 5 til að hlaupa og þá vill þráðurinn verða í styttri kantinum seinni partinn).
Vona að mér takist að standast þetta, meina innan við 1 kg á mánuði á ekki að vera svoooo erfitt, er það nokkuð?? :)

murta sagði...

Nei, ekkert mál, sérílagi nú þegar við erum með plaaaaan ;)

Ég rétt slefa yfir 168 cm. Ekki lítil, ekki stór. Alveg passleg bara :)

Nafnlaus sagði...

Saute pans also grow to be simple to slide out thanks to a
tiered holder (Miles Kimble, $8). The cons of owning induction cooking: These fancy copper pots you could
possibly already personal are not compatible with induction cooking.



My homepage :: best rated cookware