Thjodarithrott okkar Veilsverja er rugby og vid stondum okkur alveg hreint agaetlega. Motid i ar, thar sem England, Irland, Skotland, Wales, Frakkland og Italia kljast, er einn af hapunktunum a rugby vertidinni og i ar small allt saman hja Wales. Vid hofdum unnid fimm af sex leikjum sem thyddi ad vid hofdum unnid motid. Best af ollu var ad vid unnum Englendinga, eda eins og Kelly Jones i Steriophonics syngur; "got beat by the irish, got beat by the scots, but we don't care, as long as we beat the english". Malid snerist nu um ad vinna thennan sidasta leik gegn Frokkum lika til ad fa ekki bara vinningstitilinn, heldur einnig "Grand Slam" titilinn.
Magkona min og svili budu okkur ad koma a pobbinn til ad fylgjast med leiknum. Og tho eg skilji hvorki upp ne nidur i reglunum gat eg ekki annad en hrifist med. Klukkan tvo var pobbinn stutfullur, allir i raudum velskum rugby peysum, einn og einn med slagord eins og "I support 2 teams: Wales and whoever England is playing!". Allir med bjor i glasi og rifandi stemning. Frakkar byrjudu a ad fa viti, og komust 3 stig yfir okkur. En svo tok velska lidid vid ser og vid skorum "try" (thegar einn leikmadur naer ad hlaupa med boltann alla leid yfir endalinu) og nokkur viti og lokatalan 16-9. Eg gat ekki annad en tekid thatt af fullum krafti, hoppadi um og aepti og skraekti og drakk otaepilega af bjor. Og var i alvorunni hraerd thegar bikarnum var lyft og velski thjodsongurinn var sunginn af krafti. Lagid er reyndar afskaplega fallegt og mer hefur alltaf thott vaent um thad.
Vid akvadum svo ad rolta upp i Ponciau a The Colliers (namumanna klubbinn) til ad fylgjast med Irlandi og Englandi keppa um annad saetid. Thar var rifandi stemning og allir studdu Ira af heilum hug. Thvi midur vard okkur ekki ad oskinni um algera nidurlaegingu Englendinga, their unnu 30-9. Skemmtilegt er tho ad segja fra thvi ad thessi rigur er allur i godu, i rugby er ekki thetta ofbeldi sem fylgir t.d fotbolta. A rugby leikjum sitja ahangendur fra mismunandi lidum hlid vid hlid og allt i godu. Thetta hefur verid utskyrt med ad rugby er yfirstetta ithrott a medan fotbolti er leikur verkamanna. En eg aetla nu ekki ad fara a kommenta a thad.
Vid roltum svo a annan pobb, drukkum enn meira, bordudum sausage roll og scotch egg og skemmtum okkur konunglega. Eg skal svo vidurkenna ad um attaleytid og milljon bjorum sidar var eg buin a thvi og vid Dave skundudum heim, blindfull og kat, haestanaegd med Grand Slam sigurinn og frabaeran dag.
I dag er maedradagur og eg er buin ad fa yndislegt kort sem Lukas bjo til, morgunmat i rumid og loford um indverskan take away i kvold. Lifstillinn faer sma pasu vegna thynnku i dag. Skitt med thad.
Tolvan min er i vidgerd og eg nenni ekki ad breyta lyklabordinu hans Dave thannig ad thad verdur litid um skrif i vikunni.
4 ummæli:
http://www.kriskris.com/the-bitter-truth-about-sugar/
http://www.youtube.com/watch?v=dBnniua6-oM
Datt í hug að benda þér á þetta þar sem þetta blogg fjallar um frúktósa og myndbandið líka. Er sjálf að fara að skoða þetta.
Annars til hamingju með sigurinn!
Kv Hólmfríður
Hæ
Man ekkert hvernig ég fann síðuna þína, en mér langaði til að segja þér að mér finnst þú frábær! Endalaust dugleg og ekkert smá sem ég dáist að þessum hlaupum þínum. Svo ertu svo skemmtilegur penni og kemur frústrasjónunum svo skemmtilega til skila að ég held að allar konur (og karlar) sem hafa einhverntímann barist við fitupúkann, vita nákvæmlega hvað þú ert að meina.
Takk fyrir skemmtilegt blogg :)
Kv
Kolla
Ég var búin að sjá fyrirlesturinn fyrir þó nokkru; langur en vel þess virði að heyra staðreyndirnar.
Kolla, ég held að ég tengist þér í gegnum Hornafjörð. Ég kenndi einn vetur í FAS með Halldóri Tjörva... er hann ekki einhver sem þú þekkir?
Júbb, hann er pabbi minn :) fyndið
Skrifa ummæli