miðvikudagur, 18. apríl 2012

Mér fannst vera kominn tími til að prófa að hlaupa í stuttbuxum. Mér finnast þær svo pró. Skellti mér í þær eftir vinnu og lagði af stað. Ég var voðalega fegin að mér finnst súper dúper gott að hlaupa í þeim, hafði ægilega á tilfinningunni að ég myndi nudda saman lærum þannig að ég myndi meiða mig en það var ekki. Læri eru enn aðskilin. Mér fannst ég vera tilskyld til að hlaupa aðeins hraðar líka svona til að gangast upp í ímyndinni. Að öðru leyti var ekki mikið öðruvísi við búninginn en vanalega. Engu að síður þá fékk ég sjö bílflaut, tvö "vúhú!" og eitt thumbs up. Fyrir utan thumbs up sem var frá eldri konu þá komu lætin frá karlmönnum. 

Ég skil þetta ekki alveg. Ég er ekki alveg nógu flott til að fá svona aðdáunarflaut frá ókunnugum. Ég er líka aðeins of gömul held ég. Mér datt í hug að kannski aftanfrá, með sítt taglið væri hægt að halda að ég væri yngri og flottari framan frá, en samt ekki. Ég held að fjóluhvítt litarhaftið og hálfrakaðir leggirnir komi upp um mig.

Gömul skelfing tók sig þá upp. Hvað ef það er verið að flauta til að gera grín að mér? Mér finnst sjálfri ég ekki alveg nógu feit til að fá neikvætt bílflaut. Engu að síður þá varð ég voðalega meðvituð um allar mínar misfellur og klumpa allan tímann sem ég var að hlaupa. Ég hef verið í þeirri aðstöðu að fá að heyra hvað ég sé feit og hrikaleg og veit hvað fólk getur verið ógeðslega dónalegt að ástæðulausu. Það er ekkert jafn ömurlegt að fá skítkast frá ókunnugum fyrir það eitt að vera feitur. Ekki man ég eftir því að hafa hossa mér á fólki svona til að kæfa það eða neitt. En samt sáu sumir ástæðu til að æpa á mann að maður væri feitur. Eins og ég hafi ekki tekið eftir því. 

Ég er ægilega hissa á þessum viðbrögðum mínum. Ég var algerlega sannfærð um að ég væri svo sjálfhverf og ánægð með mig að ég myndi bara getað tekið bíbinu sem hrósi. En eitthvað eru gömul særindi að dingla sér í heilanum á mér. Eiginmaðurinn var reyndar sannfærður um að ég hafi skilið eftir slóð brostinna hjarta á milli Chester og Wrexham. Hann er kannski ekki alveg dómbær á það. En samt. Er ekki best að trúa honum bara? 

4 ummæli:

Inga Lilý sagði...

AUÐVITAÐ trúirðu eiginmanninum, sjá þig stelpa, þú ert OFURgella! Ekkert smá flott í stuttbuxunum, vildi að ég hefði þína leggi.

Ég prófaði einmitt að hlaupa í stuttbuxum síðasta sumar og lét lærin bara flaxast um í vindinum. Sé til hvað ég geri þetta sumar, er aðeins of meðvituð um ljótu lærin og hnén.

En þú ert ofur og ég get lofað þér því að öll flautin sem þú uppskarst voru vegna þess hve mikil skutla þú ert.

Nafnlaus sagði...

Þú ert sko bara flott. Alveg með fætur í að vera í stuttu.
Enn mér finnst þú eiga skilið einhverja geggjaða hlaupasokka í stíl við þig!


kv. Þórdís

murta sagði...

Ég væri nokkuð kát ef ég gæti hlaupið í toppnum einum að ofan eins og ég veit að þú hefur gert Inga Lilý! :)

Hvasseijiru Þórdís! Líst þér ekkert á sposssokkana mína!? ;)

Inga Lilý sagði...

Hehehe þegar maður er algerlega flatbrjósta þá er það lítið mál! :D Spikið mitt er víst mest á lærum og leggjum svo efri hlutinn sleppur alveg. En ég tek það fram að ég gerði þetta EINU SINNI vegna áskorunnar! Það er ekki eins og ég hlaupi í toppinum einum saman dags daglega :)