Mikið var. Ég er loksins búin að skrá mig í næsta kapphlaup. Annað svona alvöru hlaup, 10 km í Winsford sem er rétt fyrir utan Chester. Hlaupið fer fram 28. Október þannig að ég hef núna tvo mánuði til að losa mig við átta kíló og komast í 10 km form. Akkúrat núna get ég ekki einu sinni farið 5 km skammlaust.
En vitiði hvað? Það skiptir bara engu máli. Ég er búin að eyða núna allt of löngum tíma í að 1) vera reið út í sjálfa mig fyrir að vera ekki "búin og 2) syrgja hversu fitt ég var orðin og hversu auðveldlega ég lét það renna úr greipum mér. Ég get haldið því áfram. Og ég get reynt að grafa inni í sjálfri mér eftir þessari ofur hvatningu sem ég tók sem sjálfsögðum hlut fyrir nokkrum mánuðum síðan. Eða ég get skráð mig í hlaup og notað það sem hvatningu til að koma mér aftur í gang.
3 ummæli:
Koma svo! Þú getur þetta létt ;) Ég er líka að ströggla en ætla að skrá mig í 10k hlaup - mitt fyrsta - þótt ég hafi bara mest hlaupið rúma 5k og ég hlakka svo til ! :D
Dugleg ertu, ekkert lítið ánægð með þig.
Er sjálf að ströggla, ég sem hljóp maraþon fyrr á árinu, er að ströggla við 5 km þessa dagana (að vísu í 30°C+) og heilan helling af aukakg sem komu á Íslandinu. Hugsaði í gær að nú skyldi ég sko vera dugleg, búin að vera heima í viku og engin afsökun lengur að maður er svo ruglaður af tímamismuni. Og hvað gerði ég, át hálfan snakkpoka og 6 oreokex eftir kvöldmat!! Vel gert!!
En hei, nýr dagur í dag, skokkaði rólega 5 km í morgun (er að berjast við OCD-ið mitt gagnvart tölum þessa dagana svo ég er ekki að mæla vegalengdir né tíma en auðvitað veit ég ca hversu langar allar leiðir eru í kringum húsið mitt). Planið er að detta ekki í hömlualaust át í dag/kvöld, sjáum til hvað gerist.
Haltu endilega áfram að skrifa, það er svo mikil hvatning að lesa skrifin þín.
Þú ert mín besta fyrirmynd.
Go go go
Voðalega þykir mér vænt um að heyra þetta, Inga Lilý - ég uppveðrast öll! :)
Skrifa ummæli