miðvikudagur, 19. september 2012

Rannsóknir (University of Mexico, 2005) hafa sýnt fram á orsakatengls á milli stresseinkenna og þyngdaraukningar. Þegar við erum stressuð eykst adrenalín framleiðsla líkamans. Þetta eru náttúruleg viðbrögð við áreiti, og hönnuð til að láta okkur annaðhvort hlaupa eða berjast. Glycogen er framleitt af miklum krafti í lifrinni til að gefa mikla aukalega orku. Sem er náttúrulega bráðsniðugt ef maður er hellisbúi  þarf að hlaupa undan rándýri til að bjarga lífi sínu eða berjast upp á lif eða dauða við óvini. En ef maður situr á rassagatinu á skrifstofustól og stressið kemur af fjárhagsáhyggjum, hjónabandserjum eða vinnuálagi þá gerist ekkert annað fyrir þessa aukaorku nema að hún breytist í fitu. Hormónið kortisól getur ráðist að vöðvamassa í þeim tilgangi að minnka hann einfaldlega vegna þess að vöðvar þurfa meiri orku til að viðhalda sér og líkaminn gerir ráð fyrir að þurfa að nota sem mesta orku til að berjast eða flýja þegar hann er beraður fyrir stressi. Að auki þá veldur of mikið kortisól því að fita safnast á kviðinn til að eiga sem orku næst þegar stresseinkenni eiga sér stað. En við hlaupum ekkert og berjumst ekki við neitt eða neinn og það eina sem gerist er að við fáum okkur súkkulaði til að slaka á og við fitnum enn meira.

Ég er búin að vera stressuð núna síðan í ársbyrjun 2011. Þá gerði ég mér grein fyrir því að ég myndi ekki finna alvöru vinnu bara svona einn tveir og þrír, fór að hafa gífurlegar áhyggjur af peningum og öllum viðgerðunum sem voru vomandi yfir húsinu. Þetta tímabil helst nokkuð smart í hendur við tímabil þar sem ég er búin að léttast um sömu átta kílóin aftur og aftur. Mér finnst þetta liggja í augum úti. Auðvitað. Ekki nema von að ég hef ekki lést neitt. En nú þegar ég er komin í almennilega vinnu, er búin að komast yfir byrjunarstressið þar og get farið að koma mér fyrir, fjárhagurinn er allur að braggast og húsið er komið í lag... er nokkuð annað en bara að slaka á og taka því rólega?

Engin ummæli: