Mikið voðalega var erfitt að vakna í morgun. Ég hefði alveg getað sofið lengur. Ýtti á snús tvisvar og rökræddi við sjálfa mig. Það eru fimm spikprik í boði minnti ég sjálfa mig á. En það var ekki nóg. Ég hugsaði með mér að ég hefði nógan tíma til að safna spikprikum. Og ég ýtti aftur á snús. Það sem var svo til að fá mig fram úr var minning. Ég man hvernig það var að vakna klukkan fimm og byrja að hreyfa mig var jafn sjálfsagður hlutur og að geispa og pissa. Ég man líka hvað ég gerði til að koma því þannig fyrir. Það var ósköp einfalt. Ég neyddi sjálfa mig til að gera það fyrstu vikuna, svo varð það eðlilegra og eðlilegra. Þessi minning var það sem kom mér fram úr. Ef ég fer fram úr í dag þá er ég mun líklegri til að gera það á morgun og daginn þar á eftir og þar á eftir.
Þegar sprikli lauk datt mér í hug að eins næs og það nú er að eiga inni fimm auka spikprik þá er ég strax farin að ná því sem er aðalmarkmiðið; að koma mér aftur inn í heilsusamlega rútínu.
Maturinn fylgdi svo eins og ekkert væri í dag, og lauk í kvöldmat með íslenskum fiski og grænmeti. Ég fæ mér svo örugglega frosin bláber með rjómaslettu (já, gleymdi ég að segja að rjómi er ekki á neinum bannlista?) í eftirrét og hreyki mér af heilum 25 spikprikum í dag.
3 ummæli:
Ég komst ekki í æðislega skemmtilega leikfimistímann minn í dag vegna funds hjá DKG á hóteli uppi í sveit og þar fékk ég pate í forrétt (tvær pínusneiðar) og grænmetissúpu og TVÆR hvítar brauðsneiðar. Ég missi 5 stig í dag held ég. xx mamma
Forstu ut ad labba? Ef svo 17 prik eftir daginn, ef ekki tha bara 15!
Forstu ut ad labba? Ef svo 17 prik eftir daginn, ef ekki tha bara 15!
Skrifa ummæli