"Endurance" á ís. |
Ég er búin að safna mér inn tuttuguogtveimur spikprikum það sem er af þessari viku. Það er af hundraðsjötíuog fimm mögulegum. Algjört klúður semsagt. Og á meðan að spikprikasöfnunin á að sjálfsögðu að vera til gaman gerð þá er þetta engu að síður skýrt merki um hvar ég er stödd akkúrat núna. Ég sit pikkföst í is og er að horfa á mitt "Endurance" sökkva í sæ. Alla vikuna er ég búin að segja "æji fokk it, það eru að koma jól" og taka þátt í súkkulaðiáti í vinnunni ásamt því svo að fara út að borða á fimmtudagskvöldið og fá mér vel af rauðvíni. Sem náttúrulega þýddi súkkulaði í morgunmat á föstudaginn.
Að ná í hjálp. |
Það er samt eitthvað inni í mér, bjartsýnisröndin mín sjálfsagt, sem segir mér að ég hafi ekki um neitt að velja en að halda áfram. Reyna bara mitt besta til að finna út úr þessu öllu saman, snúa trýni í suðurátt og leggja svo bara aftur í hann. Það má vera að ég þurfi smá hjálp núna. En aðallega ætla ég að gera það sem Shackleton myndi gera. Ég ætla að halda áfram.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli