sunnudagur, 10. mars 2013

Í dag er mæðradagur í Bretlandi og ég fékk þessvegna knús og fínt kort frá syni mínum. Hann stendur fastur á því að við þurfum líka að fara eitthvað út, en mig grunar reyndar að það verði hálftilgangslaus ferð því hér er löng hefð fyrir að fara með mömmur út að borða á þessum sunnudegi og því ólíklegt að við fáum borð nokkur staðar. Endum sjálfsagt á McDonalds. Sem er kannski líka bara ágætt.

Við mægðin á góðri stund. 
Ég hef allt sem ég þarf hér heima, strákana mína tvo og kaffi vikunnar; Australian Basalt Blue. Sjaldgæft kaffi sem flestir Ástralir vita ekki einu sinni að sé ræktað í Ástralíu. Verðmiðinn aðeins hærri en uppáháldskaffið hingað til, Blue Sumatra, en engu að síður vel viðráðanlegt. Sumir kaffiáhugamenn vilja meina að Australian sé jafn gott og hið margrómaða, rándýra, Jamaica Blue. Sjálfri fannst mér það vera létt með krydduðum ilmi. Miðlungs sýra og vægur hnetukeimur. Vottur af sýrópi. Ljómandi gott morgunkaffi með nýju kókós og trönuberjakökunni minni.


Engin ummæli: