laugardagur, 11. maí 2013

Samkvæmt talningu í morgun er ég rétt um hálfnuð með mastersritgerðina. Hún er enn ljót og þarfnast allrar minnar athygli til að ég nái að klára að skrifa, laga og setja upp fyrir maí lok. Í ofan á lag fékk ég stöðuhækkun í vinnunni og þarf núna að vera með mannaforráð yfir tólf manneskjum auk þeirra átta sem ég sá um áður. Það er ásamt því að taka yfir Professional Negligence deildinni (handvömm?) og þarf því að læra allt sem því  fylgir. Þetta er auðvitað svakalega spennandi og sýnir sjálfsagt að það hefur einhver tekið eftir mér og treystir mér til starfsins. Launahækkun er þó lítil og þetta er frekar stökkpallur til frekari starfa. En samt, þetta hefði ekki getað gerst á verri tíma. Ég var búin að plana vinnu/heimalíf jafnvægið þannig að hallaði á vinnuna í maí og júní til að einbeita mér að ritgerðinni. Það verður víst lítið um það og ég þarf bara að halda áfram að skrifa á kvöldin og um helgar. Bloggið hefur óneitanlega þjáðst fyrir. Ég klára alla mína ritfærni í skýrslugerð og ritgerðarsmíð.

Hluti af mér er líka dálítið nervös yfir nýjustu hugmyndinni minni. Um leið og ég hef skilað af mér ritgerðinni ætla ég að byrja að æfa fyrir þríþraut (tri-athlon).Bara sprint vegalengd sem er 500-750 metra sund, 20 km hjól og 5 km hlaup. Ég er ekki alveg tilbúin í járnkarlinn. Ég er búin að finna mér plan, á sundbol, hjól og hlaupaskó og sé því ekkert mér að vanbúnaði. Ég verð reyndar að labba meira en að hlaupa út af hné en það er það sem er svo brilliant við þríþrautina að maður þarf ekki að vera sérfræðingur í neinu, bara ágætur í öllum þremur. Hugmyndin er enn ómótuð og eins og ég segi þá er ritgerðin og vinnan í fyrirrúmi núna en ég er byrjuð að plana lengri hjólatúra og að vinna aftur í að labba/hlaupa. Næst kemur svo "brick" æfingar þar sem ég sameina sund/hjól og hjól/hlaup. Og svo er það að finna keppni og setja dagsetningu.

2 ummæli:

Guðrún sagði...

Til lukku með stððuhækkunina. Mikið er ég stolt af þér, litla stelpan mín.

Hanna sagði...

Frabært Baba! Tritraut er afar skemmtileg og mæli hiklaust med henni :)
Tu rullar svo bara rotgerdinni upp og synir snilligafur tinar i vinnunni.
Knus og kossar a tig <3