sunnudagur, 21. febrúar 2016

Af (starfsmanni á) plani

Þetta var vika þar sem allt small saman. Þar sem hvatning (motivation) og rósroðinn hvarf og ég gat loksins farið að setja þetta allt upp sem eðlilegt, daglegt líf. Ég hjólaði í ræktina og lyfti eins þungu og ég get fjórum sinnum í vikunni. Ég borðaði að meðaltali rúmar 1700 hitaeiningar yfir daginn. Og ég léttist um 1.2 kíló. 
Það er náttúrulega gaman að hugsa til þess að fyrir tveimur vikum kvaldi ég og grætti sjálfa mig með að borða 1200 hitaeiningar yfir daginn og þéttu cardio æfinga prógrammi og léttist um skitin 300 grömm. Síðustu tvær hef ég svo borðað almennilega og sleppt öllu hoppi og léttist um rúmt kíló.

Planið er einfalt og skiptist í tvo daga á efri hluta líkamans og tvo á þann neðri, í fjögurra vikna hlutum. Í þessar fjórar vikur vinn ég að því að þyngja lóðin og svo færist ég yfir á næsta fjögurra vikna hluta með nýjum æfingum.
Ég nenni alls ekki að nota fín mælitæki, ég skrifa bara allt niður og er svo bara með litlu biflíuna mína með mér hvert sem ég fer. Í henni er æfingaprógrammi, neysla dagsins, vikuplan fram á við og hugleiðingar. 
Ég er alveg rugluð í ríminu hvað tungumál varðar, veit stundum ekki hvort ég er að hugsa á íslensku eða ensku. 

Það má vera að það hljómi skringilega þegar ég segi að ég sé fegin að vera laus við hvatningu. Ég verð að reyna að útskýra hvað ég á við. Hvatning er nefnilega eitthvað sem hverfur og manneskjur hafa bara visst mikið af viljastyrk/hvatningu. Og vandamálið er að með að drag styrk frá ytri hvatningu og með viljastyrk þá rennur alltaf upp sá dagur þegar maður notar upp allan viljastyrk í að reyna að fá barnið til að bursta tennurnar og að reyna að komast í gegnum mistök í vinnunni. Þegar heim er komið er engin viljastyrkur eða hvatning eftir til að rjúka í ræktina eða hvað þá til að elda kínóagrænkálsmisosúpu. Hér er betra að vera á því stigi að planið er bara inngróið. Maturinn tilbúinn. Eða jafnvel að maður geri einfaldlega ráð fyrir dögum þar sem maður borðar ekki hollan mat eða í magni sem gott er. Gera ráð fyrir og move on, án þess að fremja sálfræðilegt harakiri og leggjast í niðurrif. 
Nei, viljastyrkur og hvatning eru jafn gagnleg og uppblásið píluspjald. Það sem er gagnlegt er skipulag, og vilji til að læra, og forvitni um allt nýtt og að hafa smá ævintýraþrá í að prófa sig áfram.

Hér er hádegismatur og morgunmatur tilbúinn fyrir vikuna. Ásamt því að setjast niður og plana smávegis tók þetta mig tæpan klukkutíma. Ég er líka búin að elda tvær máltíðir sem ég get geymt og hent til í vikunni þegar ég er þreytt eða ef ég er lengi í vinnunni eða eitthvað kemur upp á. 
Ég geri mér grein fyrir hvað ég hljóma hrokafull. En ég bara get ekki beðist afsökunar á því af því að þetta virkar. Af öllu sem ég er búin að prófa í gegnum árin, megrun, lífstíll, kolvetnaleysi, sykurleysi, fituleysi, hreint fæði, bann á nammi, atkins, scarsdale, danski... Ekkert virkar jafnvel og að vera skipulögð, gera ráð fyrir mistökum, og að halda forvitni og lærdómsþorsta.   

Engin ummæli: