Það er síðan dálítið mikilvægt að horfa á stóra samhengið. Ég er ein af þessum sem sé gífurlegar sveiflur á vigtinni. Þessvegna finnst mér gott að stíga á vigt reglulega, það þýðir að ég hef einfaldlega minni áhyggjur af sveiflum, ég veit að ég get þyngst og lést um tvö, þrjú, fjögur kíló yfir sumar vikur. Ég settist því niður og skoðaði skjalið sem sýnir þyngdina mína og frá september þegar ég var tæp 109 er ég staðfastlega búin að léttast um tvö eða þrjú kíló í hverjum mánuði. Og það er miklu mikilvægara en að ég fari upp eða niður í hverri viku.
Hvernig svo sem ég geri það þá datt mér líka í hug að ég þurfi að skjalfesta þetta spikvesen á mér einhvernvegin. Það er nefnilega framlegðin mín til heimsins. Sagan mín. Ég vinn gagnslausa vinnu, ég er miðstjórnandi í bankageiranum, tala tilgangslaust "management speak" við aðra tilgangslausa miðstjórnanda í þeirri von að næsta skýrsla sem ég sendi upp línuna sé svo flott og tilgangsleysið svo vel falið að ég fái að verða yfirstjórnandi og geti talað enn meira tilgangslaust management speak. Ekki það að mér finnist ekki gaman í vinnunni, þetta er meira hugsað út frá sjónarhorninu að ég í raun legg ekkert til að gera umheiminn að betri stað. Ég er ekki læknir, eða bóndi, eða listamaður. Ég skapa ekki, legg ekki til mat og ég hjálpa engum. Ég er ekki vísundamaður sem gerir uppgötvanir sem bjarga mannslífum eða uppfattar internetið og ég er ekki slökkviliðsmaður sem nær í kisur úr tré. Mig langar til að ég færi eitthvað til heimsins, og fyrst ég geri það ekki í vinnunni verð ég að gera það utan hennar. Og þetta spikvesen er það besta sem ég hef. Ég ætla þessvegna að halda því uppi og skrásetja allt sem mér dettur í hug og allt sem ég uppgötva og vona svo að það verði arfðlegðin mín. Mitt meistarverk. Og kannski nýtist einhverjum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli