miðvikudagur, 26. apríl 2017

Dagbók í 30 daga - 9

Hvað er spikið mitt að reyna að segja mér?

Þetta er ein af mínum uppáhaldsspurningum. Og ég er búin að velta henni fyrir mér í nokkur ár núna. Mér finnst þetta nefnilega alveg rosalega áhugaverð pæling; þetta að á einhverju beisikk leveli trúir sálin mín því að það sé betra fyrir mig að vera feit. Það er svo augljóst í raun og veru, því vitsmunalega veit ég að það er verra fyrir mig að vera feit, líkamlega veit ég að það er verra fyrir mig að vera feit. Þannig að eina svarið við því afhverju ég sé enn feit er af því að eitthvað í mér telur að það sé betra fyrir mig. 

1. Að taka upp meira pláss. Hvað ef spikið mitt er einfaldlega að passa að ég sjáist? Að ég hreinlega fylli upp í rýmið svo ég sé eftirtekktarverð?
2. Að hafa afsökun fyrir meðalmennsku. Spikið passar að ég er ekkert að reyna að gera of mikið. Ekkert að ota mínum tota því fitubollur fá ekki vinnuna, eða strákinn eða tækifærið. Hversvegna reyna?
3. Það er verkefnið mitt. Hver er ég ef ekki að berjast við spik? Það er mitt identity. 

Ég get ekki alveg ákveðið svarið.

Engin ummæli: