Þetta er eitt lykilvandamál; ég sé enga eða litla tengingu þar á milli. Ég greini illa hungur, get ekki sagt að einn eða annar fæðuflokkur leggist vel eða illa í mig og ég upplifi svona almennt lítil orsakatengsl milli þess sem ég borða og hvernig mér líður líkamlega.
Ekki það að mér líði ekki betur þegar ég er léttari. Ég finn þá minna til í hné og baki og pirrandi hlutir eins og magi slæst í læri þegar ég hjóla verða minna áberandi. En ég á bara erfitt með beina tengingu á milli matar og líkama.
Fyrir mér er tengingin við líkamann andleg. Þegar ég segist vera "ógeðsleg" á ég einhvernvegin ekki við að ég sé feit beinlínis. Ég set alls ekki sama sem merki á milli feit og ljót. Ógeðið vísar frekar í það að finnast ég vera skítug, svona eins og spikið skilji eftir olíubrák utan á mér. Þetta er auðvitað ekki rétt og hlýtur að vera psychosomatic upplifun en engu að síður mjög raunveruleg tilfinning. Skrýtið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli