29 dagar. Ég er næstum búin með áskorunina, ég er búin að standa við loforð. Ég ákvað að gera þetta og það hefur staðist. Það er eiginlega bara heilmikið afrek akkúrat núna og ég hef í hyggju að halda uppi. Ekki að skrifa á hverjum degi en ég er algerlega aftur komin inn á það að skrifin hjálpa mér. Heilmikið.
Allavega. Í dag er ég spurð að því hvað ég myndi vilja heyra frá öðrum. Hvaða orð þætti mér best að heyra.
Kannski væri gott að heyra einhvern segja að "It's not over until the end. So if this isn't the end it's not over." Kannski væri næs ef einhver myndi segja mér að það sé bara allt í lagi með mig. Engin skilyrði, ekkert af né á, bara að ég sé fín eins og ég er. Kannski væri gott ef það gæfi mér einhver góð ráð, ráð sem ég gæti tekið heilshugar og fylgt eftir. Svo væri gott að heyra: komdu út að leika!
Svo væri líka voða gott að heyra: hér eru milljón pund handa þér.
2 ummæli:
Pæld'íðí, þú kláraðir þetta.
Kláraðir líka greinilega nám og klifrar í vinnunni.
Þú getur klárað.
Getur staðið við.
Getur gert plön.
Getur skrifað og inspirerað aðra.
Getur hreyft þig.
Getur borðað hollt.
Getur valið.
Er ekki bara málið að trúa þessu alveg í gegn, henda efasemdunum, fokkit-inu og öllu hinu sem ruglar plönin.
Já og svo er kannski áhugavert fyrir þig að kíkja á þetta https://genomemedicine.biomedcentral.com/articles/10.1186/s13073-016-0303-2 engin töfralausn en mjög áhugavert...engin töfralausn en stór biti í pússlið
Takk fyrir, vel mælt! :)
Skrifa ummæli