Ég hlustaði á mjög áhugavert podcast í morgun þar sem kona sem hafði fengið heilablóðfall sagði sögu sína. 27 ára gömul í miðju karókí hrynur hún bara niður með brostinn gúlp í heilanum. Þetta hafði þau áhrif að hún missti tungumálið. Eftir stóðu um það bil 40 orð sem tengdust ekki og hjálpuðu lítið. Ég hugsaði með mér þar sem hún er að lýsa þessu hversu hræðilegt þetta hlyti að hafa verið og hversu auðveldara allt hlyti að vera núna þegar hún hefur fengið tungumálið aftur. En þvert á móti sagði konan, við að missa tungumálið missti hún líka áráttuna að skilgreina og ræða allt til dauða. Atburðir og annað voru bara núna, án þess að hún finndi fyrir þörf til að skilgreina. Þessu fylgdi gífurleg frelsistilfinning sagði hún og er það sem hún mest saknar nú þegar hún hefur aftur fengið tungumálið.
Mér þótti þetta stórmerkilegt. Hvað ef ég er bara að pæla of mikið? Í stað þess að velta öllu fyrir mér ætti ég bara að taka hverjum degi sem nýju ævintýri og leyfa því sem gerist bara að gerast án þess að hugsa allt til helvítis.
Þetta er náttúrlega undirstaðan að "mindfulness", þetta að þegar hugsun ber að (td ég er svo ógeðslega feit, oj hvað ég er ógeðsleg) þá í stað þess að verða reið út í sjálfa sig fyrir að hugsa svona eða leyfa hugsuninni að taka bólfestu á maður að skoða hugsunina utan frá. Segja við sjálfa sig, nei en skrýtin hugsun. Hvaðan ætli hún komi? Ekki dæma sjálfa sig fyrir að hugsa svona bara taka eftir og halda svo áfram án þess að láta hafa áhrif á sig. Að gera það er að sjálfsögðu auðveldara ef maður hefur engin orð til að finna fyrir neinu af þessu.
Allavega, þetta, ásamt auknum hjólreiðum, er verkefni vikunnar. Að skoða hugsanir utan frá þegar þær koma og forðast að dæma sjálfa mig sem lúser.
sunnudagur, 25. júní 2017
laugardagur, 17. júní 2017
Af fjallahjóli
Ég fór út að hjóla. Heilinn spann og spann á fullu, spik og hreyfing og framtíðin og fortíðin, allt blandaðist þetta sman í gargandi læti í höfðinu og ég bara varð að komast út. Það var grenjandi rigning þannig að ég hugsað með mér að nettur hringur um hverfið myndi duga. Þegar út var komið breyttist hugmyndin fljótlega. Þrátt fyrir rigninguna var rúmlega 20 stiga hiti og þegar maður er orðinn blautur hvort eð er má allt eins halda áfram. Ég hjólaði í gegnum Llwyn Einion og beygði svo í alveg nýja átt. Kannski að ég myndi loksins finna þessa hringleið sem ég er alltaf að leita að? Innan við 10 mínutna hjólatúr var ég allt í einu komin í Plas Power, skógi vaxinnn almenningsgarð sem eihvernvegin hefur alveg farið framhjá mér. Og þvílíkt sem þetta var skemmtilegt. Upp og niður brekkur, þjótandi í kringum tré, hoppandi yfir rætur og í gegnum lækjarsprænur. Svona mini fjallahjólarússibanareið.
Ég var þakin drullu og rennandi blaut þegar heim var komið en það stóð líka ekkert eftir af hringsólandi hugsunum um spik. Ég var bara hamingjusöm. Og fullvissan um tilganginn fæddist fullmótuð. Það má vera að ég verði aldrei mjó. Fair enough. En ég ætla aldrei að gefa upp tilraunir til að verða fitt. Ekki þegar það að einfaldlega fara út og hjóla í smástund veitir mér ekki bara sálarró heldur vellíðan líka.
Ég er síðan búin að fara í ræktina nokkrum sinnum í þessari viku ásamt göngu og hjólatúrum svona inn á milli. Og það er engin spurning um að mér líður betur. Auðvitað er þetta vinna og ég þarf stanslaust að minna mig á að hætta að kvabba um spik, upphátt og í hljóði. Vonandi verður það auðveldara með tíð og tíma. Héðan í frá snýst þetta allt um að vera fitt. Fuck skinny; I'm awesome!
föstudagur, 2. júní 2017
Af spiki. Alltaf af spiki.
Mér finnst "on this day" fítusinn á Facebook alveg frábær. Hér áður fyrr þurfti ég að skrolla í gegnum bloggið mitt til að minna mig á hvar ég var stödd á hinum og þessum tímabilum en nú smellir fésið þessu bara í fésið á manni daglega: "Sko! Þú varst að hlaupa í 10 km keppnishlaupum fyrir fimm árum!" Þú borðaðir engan sykur í tvo mánuði fyrir fjórum árum! Þú varst svo fitt og flott og sjáðu þig núna!!!" Eða þannig. Ég bjó kannski þetta síðasta til.
Ég er voðalega feit núna. Ég veit að það er allt afstætt, ég gæti farið enn lengra til baka á facebook og séð að ég var einhverntíman miklu feitari en ég er núna, en samt. Þessir gömlu hlaupastatusar eru alveg að fara með mig.
Þrátt fyrir allskonar tilraunir til að láta mér líða betur hefur lítið gengið í þá áttina. Þetta jafnvægi sem ég leita svo að er víðs fjarri núna. Þetta er tímabilið sem ég leita og leita að einhverju nýju, einhverju sem ég hef ekki reynt áður í svona örvæntingafullri afneitun á því sem ég veit að ég þarf að gera.
Undanfarið er ég aftur búin að reyna við Fat Acceptance. Það hringsólar nefnilega stanslaust í hausnum á mér hvað ef þetta er bara it? Hvað ef ég verð aldrei grönn? Ætla ég þá i alvörunni að eyða einni sekúndu lengur í að hafa áhyggjur af þessu? Hvað ef það er málið og ég verð alltaf feit. Er í alvörunni bara ekki betra þá að eyða tímanum í eitthvað annað? Það að vera feit svona per se veldur mér ekki áhyggjum, ég held að ég geti dílað við það nú þegar ég er orðin þetta gömul. Ég á aldrei eftir að upplifa að vera ung og grönn hvort eð er. En ég get ekki dílað við fylgifiskana við fituna. Þetta hvað það er óþægilegt nú þegar það er farið að vera heitt úti. Að vera sveitt á milli laga. Grindarbotnsvöðvarnir farnir að gefa sig aftur með tilheyrandi óþægindum. Hnén í stanslausum sársauka.
Það er ýmislegt sem angrar mig við það sem ég hef lesið mér til um fat acceptance. Ég er 100% með í að allir hafa tilverurétt, að það að dæma fólk eftir útliti sé ekki bara rangt og óréttlátt heldur sýnir það lélegt innræti þess sem dæmir. Ég er líka 100% með á rökfærslunni sem segir að það að vera feitur sé ekki merki um karakterbrest. Að við séum öll gölluð. Ég er 100% með að feitar konur hætti að fela sig, að þær finni sinn stað í heiminum og biðjist ekki afsökunar á að það sé aðeins stærri staður.
Hitt er svo sem ég gúddera ekki. Ég meika ekki að flestar sem skrifa um fat acceptance tala um að þetta sé ekki þeim að kenna. Hormónar, hæg brennsla, genatík, skiptir ekki máli, engin segir að jú, þetta eru hitaeiningar inn, hitaeiningar út og ég borða einfaldlega of mikið. Ég vil að fólk taki ábyrgð á því. Ég er ekki að segja að það þýði að það að grennast sé eins einfalt og að borða minna, hreyfa sig meira. Ef svo væri þá værum við ekki feit. En ég vil að fólk viðurkenni að það skilji hvernig þetta virkar. Það skiptir þannig séð ekki máli, það að ég viðurkenni að ég sé feit vegna þess að ég borða of mikið. Það gerir ekki að verkum að ég grennist. En ég get heldur ekki hlustað á feita heimta að við séum elskuð eins og við erum og að við höfum rétt til að elska okkur eins og við erum án þess að taka ábyrgð á því hvernig við erum.
Það skiptir samt þannig séð ekki máli, bottom line er að það er nánast útilokað að grennast, skiptir þá í alvörunni máli að ég viðurkenni að það sé vegna þess að ég borða of mikið? Kannski er það vandamálið mitt? Ef ég væri sannfærð um að ég væri með arfgeng fitugen sem ég gæti ekki breytt væri ég betur í stakk búin til að gefa þessa endalausu baráttu upp á bátinn og gæti bara yppt öxlum og sagt ég er feit, ég er falleg, deal with it!
Kannski er ég bara öfundsjúk. Út í þessar konur sem eru hættar þessu stríði. Tilhugsunin um að líða svona í 40 ár í viðbót er satt best að segja ekki neitt til að hlakka til. Eins og Geneen Roth segir; "Helviti er að óska þess að vera einhverstaðar annarstaðar."
Ég á ekki í neinum erfiðleikum með sjálfsástina. Ég horfi í spegil og mér finnst ég bara sæt. Ég get meira að segja horft á líkama minn og verið ánægð. En ég get ekki komist yfir óþægindin. Ég get ekki gúdderað ónýt hné. Og þar stoppar fat acceptance fyrir mig. Ég skil ekki hvernig fat acceptance konur lifa með óþægindunum. Og sérstaklega ekki núna þegar ég veit hvað mér líður mikið betur þegar ég er léttari. Ég finn ekkert um það í fat acceptance skrifum. Ekkert sem segir mér hvernig maður lærir að elska nuddsár á lærum, undirbrjóstasvita og þvagleka.
Það er engin spurning um að það er betra að vera með heilbrigða sjálfsmynd og ég er alveg sannfærð um að það hrjáir mig ekki neitt. Þessvegna skil ég ekki hversvegna ég á svona erfitt með að hætta að ströggla við þetta og byrja bara að einbeita mér að einhverju sem skiptir í alvörunni máli í lífinu. Er ég bara að segjast vera með góða sjálfsmynd en í raun og veru eru fegurðarstaðlar nútímans svo fastir í mér að ég get ekki gefið þennan hundrað ára gamla draum um að vera mjó upp á bátinn.
Kannski að ég fari bara út að hjóla.
Ég er voðalega feit núna. Ég veit að það er allt afstætt, ég gæti farið enn lengra til baka á facebook og séð að ég var einhverntíman miklu feitari en ég er núna, en samt. Þessir gömlu hlaupastatusar eru alveg að fara með mig.
Þrátt fyrir allskonar tilraunir til að láta mér líða betur hefur lítið gengið í þá áttina. Þetta jafnvægi sem ég leita svo að er víðs fjarri núna. Þetta er tímabilið sem ég leita og leita að einhverju nýju, einhverju sem ég hef ekki reynt áður í svona örvæntingafullri afneitun á því sem ég veit að ég þarf að gera.
Undanfarið er ég aftur búin að reyna við Fat Acceptance. Það hringsólar nefnilega stanslaust í hausnum á mér hvað ef þetta er bara it? Hvað ef ég verð aldrei grönn? Ætla ég þá i alvörunni að eyða einni sekúndu lengur í að hafa áhyggjur af þessu? Hvað ef það er málið og ég verð alltaf feit. Er í alvörunni bara ekki betra þá að eyða tímanum í eitthvað annað? Það að vera feit svona per se veldur mér ekki áhyggjum, ég held að ég geti dílað við það nú þegar ég er orðin þetta gömul. Ég á aldrei eftir að upplifa að vera ung og grönn hvort eð er. En ég get ekki dílað við fylgifiskana við fituna. Þetta hvað það er óþægilegt nú þegar það er farið að vera heitt úti. Að vera sveitt á milli laga. Grindarbotnsvöðvarnir farnir að gefa sig aftur með tilheyrandi óþægindum. Hnén í stanslausum sársauka.
Það er ýmislegt sem angrar mig við það sem ég hef lesið mér til um fat acceptance. Ég er 100% með í að allir hafa tilverurétt, að það að dæma fólk eftir útliti sé ekki bara rangt og óréttlátt heldur sýnir það lélegt innræti þess sem dæmir. Ég er líka 100% með á rökfærslunni sem segir að það að vera feitur sé ekki merki um karakterbrest. Að við séum öll gölluð. Ég er 100% með að feitar konur hætti að fela sig, að þær finni sinn stað í heiminum og biðjist ekki afsökunar á að það sé aðeins stærri staður.
Hitt er svo sem ég gúddera ekki. Ég meika ekki að flestar sem skrifa um fat acceptance tala um að þetta sé ekki þeim að kenna. Hormónar, hæg brennsla, genatík, skiptir ekki máli, engin segir að jú, þetta eru hitaeiningar inn, hitaeiningar út og ég borða einfaldlega of mikið. Ég vil að fólk taki ábyrgð á því. Ég er ekki að segja að það þýði að það að grennast sé eins einfalt og að borða minna, hreyfa sig meira. Ef svo væri þá værum við ekki feit. En ég vil að fólk viðurkenni að það skilji hvernig þetta virkar. Það skiptir þannig séð ekki máli, það að ég viðurkenni að ég sé feit vegna þess að ég borða of mikið. Það gerir ekki að verkum að ég grennist. En ég get heldur ekki hlustað á feita heimta að við séum elskuð eins og við erum og að við höfum rétt til að elska okkur eins og við erum án þess að taka ábyrgð á því hvernig við erum.
Það skiptir samt þannig séð ekki máli, bottom line er að það er nánast útilokað að grennast, skiptir þá í alvörunni máli að ég viðurkenni að það sé vegna þess að ég borða of mikið? Kannski er það vandamálið mitt? Ef ég væri sannfærð um að ég væri með arfgeng fitugen sem ég gæti ekki breytt væri ég betur í stakk búin til að gefa þessa endalausu baráttu upp á bátinn og gæti bara yppt öxlum og sagt ég er feit, ég er falleg, deal with it!
Kannski er ég bara öfundsjúk. Út í þessar konur sem eru hættar þessu stríði. Tilhugsunin um að líða svona í 40 ár í viðbót er satt best að segja ekki neitt til að hlakka til. Eins og Geneen Roth segir; "Helviti er að óska þess að vera einhverstaðar annarstaðar."
Ég á ekki í neinum erfiðleikum með sjálfsástina. Ég horfi í spegil og mér finnst ég bara sæt. Ég get meira að segja horft á líkama minn og verið ánægð. En ég get ekki komist yfir óþægindin. Ég get ekki gúdderað ónýt hné. Og þar stoppar fat acceptance fyrir mig. Ég skil ekki hvernig fat acceptance konur lifa með óþægindunum. Og sérstaklega ekki núna þegar ég veit hvað mér líður mikið betur þegar ég er léttari. Ég finn ekkert um það í fat acceptance skrifum. Ekkert sem segir mér hvernig maður lærir að elska nuddsár á lærum, undirbrjóstasvita og þvagleka.
Það er engin spurning um að það er betra að vera með heilbrigða sjálfsmynd og ég er alveg sannfærð um að það hrjáir mig ekki neitt. Þessvegna skil ég ekki hversvegna ég á svona erfitt með að hætta að ströggla við þetta og byrja bara að einbeita mér að einhverju sem skiptir í alvörunni máli í lífinu. Er ég bara að segjast vera með góða sjálfsmynd en í raun og veru eru fegurðarstaðlar nútímans svo fastir í mér að ég get ekki gefið þennan hundrað ára gamla draum um að vera mjó upp á bátinn.
Kannski að ég fari bara út að hjóla.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)