Þá er þessu að ljúka. Ég og Belgarnir förum suður í dag. Við héldum lokasýninguna í gær og eftir taugaáfall, stress og vonskuköst tókst hún alveg ljómandi vel. Hún kom reyndar alveg ljomandi vel út og foreldrar og stjórnendur i skólanum voru eiginlega alveg hissa á vinnunni sem hafði farið í þetta. Ég held að foreldrar haldi oft að við séum bara eitthvað að djóka hérna í skólanum. Það gera sér fáir grein fyrir vinnunni sem fer í verkefni sem þessi, sér í lagi þegar þau eru svona aukalega. Adda á skrifstofunni spurði Eyjólf hvort við Steina fengum í alvörunni ekki eitthvað greitt fyrir þetta og hann sagðist eiga eftir að ákveða það. Ég held nú samt að eftir að hann sá sýningurna þá hafi hann loks gert sér grein fyrir því hverskonar vinnu við erum búnar að leggja í þetta og jafnframt kenna fulla kennslu.
Karlotta lætur vel vita af sér. Ég ætti ekki að telja það eftir mér að vinna svona 18 tíma vinnudag í tvær vikur, sér í lagi þar sem ég vissi að páskafrí og Dave biðu við endann. En ef ég er ekki sofnuð um 10 leytið þá kvartar hún kröftuglega. Ég er útkeyrð og vona að hún sé ekki of stressuð. Mér datt nú reyndar í hug að ef hún finnur fyrir því þegar ég syndi og hreyfi mig og fær sama endorfín kikk og ég þá ætti hún nú eiginlega að vera komin með alvarlega vöðvabólgu núna. Pabbi hennar verður að vera extra ljúfur við okkur mæðgurnar til að við slökum vel á. Og getum skrifað góða ritgerð. (Blaaarghh!!)
Gleðilega páska.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli