laugardagur, 5. apríl 2003

Jæja nú er bara vika í að ég fái að knúsa manninn minn. Tíminn líður rosalega hratt akkúrat núna, það er í fyrsta sinn í dag sem ég og Machteld slöppum af. Hún snéri á sér ökklann og vill bara taka því rólega í dag. Sem hentar mér alveg ljómandi vel því ég get þá líka tekið því rólega og horft á sjónvarp vikunnar.

Við fórum út í gærkvöldi á "Dinner og Sjóv" sem var mjög gaman, nema að mér leið alveg svakalega ólétt. Ég sá svo á netinu að ég á að vera að tapa mittinu og líða "búttuð" um þessar mundir. Ég er náttúrulega komin á þriðja mánuð. Við sátum heillengi í pottinum og Machteld sagði mér frá meðgöngu og fæðingu stelpnanna sinn a þriggja. Mikið finnst mér gaman að hlusta á svona sögur, það er af sem áður var.

Engin ummæli: