mánudagur, 7. apríl 2003

Ég verð nú bara að segja að ég er eiginlega búin að fá nóg af þessari Belgaheimsókn. Þetta er bara of mikið vesen fyrir svona kúrikisu eins og mig. Ég haf bara um allt of mikið annað að hugsa og annað að gera en að vera að standa í þessari vitleysu. Munurinn á því hvernig hlutirnir eru framkvæmdir eru svo gífurlegir, menningarmunurinn svo mikill að það maður er úrvinda eftir hvert sessjón þar sem samskipti þarf að hafa við þau. Það eina sem ég vil gera núna er að klára þessa vikur í rólegheitum og fara svo til Dave. Við töluðum aðeins saman í símann í gær og hann er orðinn langþreyttur á að bíða eftir mér þessi elska. Þetta er náttúrulega kannski jafnvel erfiðara fyrir hann, ég er náttúrulega með Karlottu hérna hjá mér, hann er bara aleinn í Wales. Og ég veit ekki lengur með þetta að tíminn líði hratt. Hann hægir stöðugt á sér, þrátt fyrir allt þetta sem þarf að gera. Núna eru tvo verkefni eftir í dag, og þá get ég talið; þriðjudagur, miðvikudagur, fimmtudagur og föstudagur. 4 dagar...þetta hlýtur allt að gerast.

Ég er dauðhrædd um að gleyma að mæta í mæðraskoðun á miðvikudaginn. Eins og ég hlakka nú til þess, að fá það sem ég einhvernvegin sé fyrir mér sem nánari upplýsingar og...æji ég veit ekki...leyfi til að tala um allt það sem ég er að hugsa? Eitthvað þannig.

Það er voða skrýtið hversu misjöfn líðanin er svona dag frá degi. Stundum finnst mér eins og ég sé kasólétt, stundum finnst mér eins og hún hafi bara hreinlega skroppið eitthvað án þess að láta mig vita, ég finn ekki fyrir neinu. Enn er ég eins hraust og hugsast getur, ég bara þarf mikinn svefn. Og ég er náttúrulega hæst ánægð með þá afsökun að geta ekki verið á einhverju göltri frameftir. Og guði sé lof að Machteld er kvöldsvæf.

Engin ummæli: