þriðjudagur, 8. apríl 2003

Nú er mér allri lokið. Hversu fegin er ég að barnið mitt verður ekki Íslendingur? Ég eignast kurteisan og vel upp alinn Breta, guði sé lof! Ég segist vera búin að fá nóg af Belgunum, en það er ekki það sem ég meina. Nei, ég er búin að fá nóg af íslensku krökkunum. Frekjan, dónaskapurinn, tilætlunarsemin og yfirgengileg ókurteisin er að fara með mig. Það er ekki við þau ræðandi. Þau fengu ókeypis ferð til útlanda og nenna nú ekki fyrir sitt litla líf að gera nokkurn skapaðan hlut til að gera dvöl Belganna skemmtilega og áhugaverða. Ég er kannski á einhverju hormónaflippi núna og ekki mikill bógur en eftir stutt spjall við eina af íslensku stúlkunum fór ég nú bara inn á klósett og grenjaði. Dónaskapurinn og frekjan er svo ógeðsleg að ég bara get ekki dílað við þetta. Ég sagði líka við Steinu að ég væri búin að fá nóg og héðan í frá þyrfti hún að sjá um samskipti við Íslendingana, ég skildi sjá um Belgana. Ég vona bara að Karlotta bíði engan skaða af þessu rússibanatílfinningum.

Engin ummæli: