Miðvikudagur. Og hann er svo rétt sem að verða búin. Ég á nefnilega bara eftir eitt verkefni með belgum í dag. Ég er alveg að sofna núna. Við vorum að til að verða hálftólf í gærkveldi og þegar ég kom heim þá horfði ég á Survivor, enda hafði ég misst af honum á mánudagskvöld. Mér finnst þetta ástand af stressi og leiðindum ekki vera hægt akkúrat núna. Ég las það að barnið finnur fyrir skapi móðurinnar og verður stressað ef hún er stressuð og ánægt ef hún er ánægð o.s.frv. Ég er alltaf að reyna að róa mig niður en það er bara ekki að gera sig. Ég á örugglega ekkert eftir að vera skemmtileg við Dave, sofa og skrifa ritgerð þess á milli. Gildir einu, hann agðirst bara vera ánægður ef ég væri nælægt, skiptir ekki máli hvað ég sé að gera. Fallegt ekki satt?
Og nú, fyrsta mæðraskoðunin!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli