föstudagur, 2. maí 2003

Þetta var nú mikið merkilegur fundur hjá ljósmóður á miðvikudag. Ég er nú búin að vera hissa síðan. Ég fékk nefnilega að heyra hjartslátt barnsins míns. Ljósan setti eitthvert tæki á magann á mér og skyndilega heyrðist það sem gat ekki verið annað en hraður hjartsláttur, mér varð svo um að ég fór að gráta og hlæja, bæði í einu. Henni litlu minni varð þá svo um við lætin í mömmu sinn i að hún fór í feluleik og við vorum heillengi ða finna hana aftur. Hún er því annað hvort alveg svakalega feimin, eða svona spéhrædd. Ég verð nú að segja að þetta er einhver mest lífsreynsla mín hingað til. ég trúið því ekkert svona þannig séð að það væri barn þarna, en núna finn ég það svo engin vafi er á. Hún er þarna inni í mér, syndandi um, með öran hjartslátt, bíðandi eftir að verða nógu stór til að koma út. Þetta er svona smá reality tjékk. Ég og Dave erum að verða foreldrar einhvers. Sú ábyrgð sem núna liggur á okkur að vera þessu barni góðir foreldrar er einvhern vegin orðin raunveruleg. Það kemur heil mannvera til með að kalla mig mömmu það sem eftir er. Ég veit ekki hvort ég get dílað við þetta. Hvernig fer fólk að því að gera þetta svo vel sé?

Engin ummæli: