mánudagur, 5. maí 2003

Ég er alltaf að verða stressaðri og stressaðri yfir tilhugsuninni að verða mamma. Ég sat heima í grkveldi og beið eftir því að mamma mín myndi hringja í mig. Mér finnst nefnilega að hún eigi að tjékka á litlu stelpunni sinni sem er ein úti á landi svona nokkuð reglulega. Ég hugsa sjaldnast út í að hún og pabbi séu kannski upptekin, nei, þau eiga að setja mig í sæti 1, 2 og 3 og svo mega þau gera sína hluti. Ekki það að ég sé ekki þakklát fyrir allt sem mamma og pabbi gera fyrir mig, en ég veit líka að ég tek þau dálítið sem sjálfsögðum hlut. Er ég tilbúin í svona meldingar fyrir dóttur mína næstu 30 árin? Það veit guð að ég vil gefa henni allt sem mamma mín og pabbi hafa gefið mér en er ég ekki allt of sjálfselsk til þess? Þetta er allt svo flókið. Ég er stressuð yfir þessu en get samt á hinn bóginn engan vegin beðið. Það verður nefnilega líka örugglega ógeðslega gaman að komast að því hvort ég geti gert eins vel og foreldrar mínir í uppeldinu. (Ha ha, hvort var ég að hrósa þeim eða sjálfri mér?? :)

Engin ummæli: