Mikið er nú gaman þegar að maður hættir að væla og fyllist af bjartsýni og jákvæðni. Það þýðir ekkert að vera að grenja yfir peningum og svoleiðis smáatriðum, við eigum eftir að hafa það fínt, við verðurm saman og það er allt og sumt sem skiptir máli. Ást og súrmjólk og allt það. Hmm..ætli að ég fái súrmjólk í Wales?
Mamma og pabbi koma á morgun og hjálpa mér að setja dótið mitt í gám. Þannig getur Dave tekið á móti því áður en ég kem þannig að ég fer bara beint í það að koma mér fyrir þegar ég kem út. Hvílíkt dýrðarsumar sem þetta verður, bjórlaust reyndar en það er nú bara eins og það er.
Ég er núna komin einar 17 vikur á leið. Þetta er allt að koma. Ég finn enn ekkert fyrir því að vera ólétt en vonandi fer hún að hreyfa sig eftir nokkrar vikur. Eina er að ég er dálítið að gráta, ekki sorgmædd eða döpur, ég virðist bara ekki ráða við tilfinningarnar. Ég græt yfir fréttum og auglýsingum, og grét óstöðvandi yfir heimildamynd um Elton John. Alveg svakalegt. Kristín hélt því fram að þetta væri eðlilegt þannig að ég hef engar áhyggjur, ég er nefnilega ekki döpur, ég bara græt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli