miðvikudagur, 4. júní 2003

Ég er enn dolfallin yfir myndunum og sýni þær öllum sem sjá vilja og fleirum en það. Það verður að hafa það þó fólk sé ekki jafn spennt og ég, þetta er bara svo mergjað. Ég hlakka bara svo til að sýna Dave þetta og fara svo með honum aftur í sónar. Hann er nútíma-pabbi og verður að fá að sjá þetta allt saman.

Ég fékk smá svona "búhú, ég er að fara" í dag. Eins og ég er búin að þykjast vera svo kúl á þessu og að ég sé stutt í burtu og þetta sé ekkert og vil ekki segja bless því ég sé ekkert farin að eilífu. Þetta er bara dálítið flókið af því að ég á eftir að sakna allra minna svo mikið en er líka að brjálast úr tilhlökkun eftir að komast út og ofan á það bætist þessi himnasæla yfir barninu. Ég á bara dálítið erfitt með að skilgreina hvernig mér líður. Þetta líf, þetta líf!

Engin ummæli: