föstudagur, 9. janúar 2004
Ég bý í hundsrassi. Það er sumsé komið í ljós. Það er ekki svo einfalt að komast hingað frá London. Sér í lagi ef flogið er með icelandexpress sem lendir á Stansted. Það er strax orðið skárra að fljúga með icelandair á Heathrow, því þaðan eru auðveldari samgöngur hingað norður eftir. Hrikalegt að neyðast eiginlega til að halda áfram viðskiptum við flugleiðir, ég var svo hrifin af samkeppninni frá express. Helst þyrfti ég að fá flugfélög til að fljúga beint til Manchester, þá væri þetta ekkert mál. Geta vinir og ættingjar ekki fengið inngöngu í "Rauðu Djöflana" aðdáendaklúbb Man. Utd. og fengið far þegar farið er á leiki?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli