laugardagur, 3. janúar 2004

Ég skildi þá feðga eftir eina heima i dag. Var búin að setja mjólk i poka handa þeim og fór svo í bæinn að láta laga mig aðeins til. Ég var dálítið stressuð yfir því að láta klippa mig hér, var ekki viss um að ég gæti komið til skila hvað ég vildi, en ég þurfti ekki að hafa áhyggjur, ég hef aldrei verið jafn smart og núna. Stelpan notaði sléttijárn þannig að hárið á mér er rennislétt og flott. Svo flott að ég fór hreinlega og keypti mitt eigið sléttijárn. Svo er það bara að sjá hvort mér takist að gera þetta hérna heima hjá mér.

Þegar hárgreiðslunni lauk fór ég og keypti mér dálítið af nýjum fötum, og nýja tösku þannig að ég er hreinlega eins og nýsleginn túskildingur og sem betur fer því þegar heim kom fékk ég þær gleðifréttir að Feilsporið kemur til Wales 10.-14. mars. Þannig að ég þarf að vera fín og sæt fyrir þær.

Ég er eiginlega of æst yfir heimsókninni til að tala um hana. Ég þarf að melta þetta með mér og róa mig aðeins niður. Og byrja að plana!

Engin ummæli: