sunnudagur, 4. janúar 2004

Við fórum í bíó klukkan 11 í morgun. Þá var ekki fyrsta heldur önnur sýning á Return of the King. Við fengum mömmu hans Dave til að passa og skelltum okkur. Fannst eitthvað betra að láta Láka í pass að morgni til. Myndin er reyndar 3 og hálfur tími þannig að við komum ekki heim fyrr en 3. Hann var þá búinn að drekka tvo pela og vera í svaka stuði. Hann virðist vera alveg sáttur við að vera í passi. Hann er svo forvitinn, skoðar bara í kringum sig. Verst var að hún var búin að leyfa hundinum að vera inni og barnið angaði eins og hundur. Ekki minni stíll.

Engin ummæli: