laugardagur, 24. janúar 2004

Mikil ósköp sem sumir dagar eru leiðinlegir og meður bara veit ekkert afhverju. Gærdagurinn var einn af þeim dögum. Ég bara fann mér ekkert til dundurs og var bara sorgmædd og leið allan daginn. Ég held að það hafi verið vegna þess að ég var búin að ákveða að föstudagarnir sem Dave er að vinna séu leiðinlegir. Og ég komst bara ekkert undan þeirri ákvörðun minni. En í dag er allt annað líf. Við Láki vöknuðum bæði í góðu skapi og er það vel.

Ég er með smá áhyggjur af myndalbúminu mínu. Ég skil ekki betur en svo að þeir ætli að loka því vegna þess að maður þarf að borga eftir mánaðarkynningartíma. Ég tími því ekki en þarf samt að geta sýnt myndir af Láka mínum. Hvað gera bændur nú?

Ónó! Byrja nágrannarnir að gera það! Lætin í stelpunni eru svo mikil að hún vakti mig eina nóttina með skrækjunum. Dave heldur því reyndar fram að hún sé að þykjast, svona mikil læti séu tvímælalaust uppgerð. Með smá áhyggjusvip.

Engin ummæli: