þriðjudagur, 20. janúar 2004

Mér finnst hálf niðurlægjandi sjónvarpsefnið sem er ætlað heimavinnandi húsmæðrum. Ég kveikti á "Bretland í bítið" á meðan ég borðaði seríósið mitt og þar var maður í viðtali sem hafði að eigin sögn verið andsetinn. Nafnið hans birtist skjánum, Martin Bagnall og undir því stóð "possessed by ghost" svona eins og þegar landlæknir er í sjónvarpinu og við hans nafn stendur "landlæknir" eða ef móðir viðfangsefnis birtist þá stendur "móðir Bárðar" eða eitthvað. Í þessu viðtali var því bara tekið sem gefnu að manndulan hafi verið andsetinn! Ekki einu sinni reynt að útskýra persónuleikabreytinguna á neinn annan hátt. Hann kallaði bara til miðla sem særðu út andann. Hvað ef maðurinn er veikur og þarf að kalla á geðlækni en gerir ekki vegna þess að hann tekur "lækningu" miðlanna sem gefna? Og spyrlarnir bara spurðu og spurðu um andann. Samt kom í ljós að miðlarnir höfðu sagt að andinn hafði dáið í húsinu í kringum 1800 en húsið var bara rétt um 100 ára gamalt! Meira að segja ég sé reikningsskekkjuna hér! Og þetta á ég bara að gleypa með seríósinu eins og ekkert sé. Ég held nú síður!

Engin ummæli: