þriðjudagur, 20. janúar 2004
Við Láki fórum í nudd í gær. Ég lærði að nudda hann (þó að mér finnist ég nú eiga skilið nudd frá honum eftir alla þessa mjólk!) og ég var rosalega ánægð með tímann. Ég hafði búist við að hann væri lengur að taka þessu en raun bar vitni, hann rúllaði um í alsælu, hæstánægður með mömmuna sína. Við verðum þarna nokkra næstu mánudaga. Svo í lok febrúar byrjar sundkennslan. Þetta er bara stíft prógramm hjá honum frá byrjun. Fékk mig til að hugsa að nútildags er ætlast til að maður taki þátt í öllum svona örvandi aktivítetum, láta þau svo í milljón íþróttir, og ballett og leshring og ég veit ekki hvað og hvað, allt til að gera þau klárari og sniðugri og hæfari til að verða mjó og rík og ég veit ekki hvað. Ég hugsa að ég, Láki og Dave tökum frá tíma til að gera ekki neitt saman svona til að and-stimulera hvort annað og sjá hvort við höfum bara ekki gott af því líka.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli