laugardagur, 14. febrúar 2004
Dagurinn í dag hófst með miklum ágætum þegar heittelskaði laumaði að mér ástarbréfi og súkkulaðiboxi enda valentínusardagur hér og allir elskendur ættu að fagna honum. Ég var nú bara hissa enda búinn að segja við hann að ég væri nú ekki vön að halda upp á þennan dag, hann væri ekki rauður í íslensku dagatali svo hann þyrfti ekkert að gera mín vegna. Ég var nú sjálf búin að búa til ahnda honum kort með ljóði svona af því að hann er jú vanur að fá eitthvað á þessum degi. En gaman að þessu engu að síður þó ég sjái nú enn enga ástæðu til að "go overboard". Við héldum svo eftir hádegi til Chester þar sem við hittum Garry og Tracy og strákana þeirra til að láta taka af okkur myndir. Við röltum fyrst um Chester sem er alveg yndisleg lítil borg, sögufræg, falleg og frábært að verlsa þar. (Note to self: fara þangað með stelpurnar; sameinar túristaferð og verlsunarferð.) Chester er líka full af frábærum kaffihúsum og veitingastöðum sem vantar dálítið í verkamannaborgina Wrexham. ég var því farin að hlakka til að setjast inn á huggulegt kaffihús áður en að myndatökunni kæmi en það var ekki svo, strákarnir (sem eru 5 og 3 ára) fengu að velja og við endum að sjálfsögðu á McJónas. Er í alvöru ekki hægt að ala börn upp við að það sé gaman að fara annað en á þann heljarpytt? Ég get sko sagt ykkur það að ég ætla í það minnsta að reyna mitt allra besta með Lúkas. Við röltum okkur svo eftir tvær happy meal á ljósmyndastofuna. Ég var með hjartað í buxunum yfir hversu mikil hörmung þetta yrði þegar okkur var öllum smalað inn í stúdíó, sagt að far úr skóm og sokkum og svo hoppuðum við um næsta klukkutímann og maður lifandi hvað þetta var gaman! Fyrst báðar fjölskyldur, svo bara þau og svo bara við. Við fengu að sjá smá og þær eru æðislegar myndirnar, smart og öðruvísi, nútímalegar og koma í flottum römmum. Við eigum svo að koma þar næsta laugardag og velja úr 50 bestu myndunum. Tengdó sem við erum að gera þetta fyrir fær að velja sínar myndir en fyrst þær eru svona flottar þá langaði mig til að fá eina eða tvær þar sem láki var bara einn og kannski eina af okkur dave og láka. Við kipptum með okkur verðskrá og það var þegar við skoðuðum hana þegar sjokkið kom. Minnsta gerð af mynd kostar 75 pund! Dýrustu myndirnar voru á 800! Við höfum ekki einu sinni efni á að kaupa eina litla. OK kannski eina litla en hvernig eigum við að velja? Eigum við að fá mynd að barninu eða okku litlu fjöslkyldunni? Hvernig eigum við bara að velja? Að lokum gerði tengdó okkur því hrikalegan bjarnargreiða. Og ég sem hélt að þetta yrði svo ömurlegt er núna í mínus yfir því að geta ekki fengið myndirnar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli