þriðjudagur, 3. febrúar 2004
Eldhúsið var málað í gær á meðan að ég og Láki fórum í nudd. Allt leit svo ljómandi vel út þangað til að málningin fór að þorna. Myndast þá ekki lófastór loftbóla á miðjum vegg sem springur svo út og málningin flagnar af! Við vitum ekkert hvernig þetta gerðis en það sér núna í gipshúðina og allt eldhúsið er ónýtt fyrir okkur. Ég skoðaði DIY síðu BBC í gær og mér sýnit að um tvennt sé að ræða. Annað hvort er raki í veggnum eða þá að málningin sem var undir er ekki sambærileg við nýju málninguna. Hvað svo sem það er þá er þetta ekki gaman. Er einhver með góð ráð?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli