fimmtudagur, 19. febrúar 2004

Ég er nokkrar undanfarnar vikur búin að vera að koma sjálfri mér í andateppu yfir því að finna vinnu. Ég er, svo ég orði það réttilega, búin að vera við það að kúka á mig af hræðslu út af vinnuleitinni. Ég er hrædd við að fara frá Lúkasi, ég er hrædd við að finna ekki vinnu, ég er hrædd við að finna vinnu... endalaust alveg hreint. Ég sá því út að þetta gengi ekki lengur. Ég settist niður í dag og bætti við CV-ið mitt, og setti mér svo 6 skýr markmið sem ég verð að fylgja næstu vikurnar og sjá hvað kemur út úr því. Og mikil ósköp, bara við það að skrifa markmiðin niður líður mér betur og ég finn hræðsluna, kannski ekki hverfa, en minnka heilmikið.

Engin ummæli: