miðvikudagur, 18. febrúar 2004

Það fattaðist áðan að á heimilinu eru einungis til fimm stórir matardiskar og fjórir hnífar og það gengur ekki upp þegar von er á gestum. Við skelltum okkur því áðan í verslunarleiðangur í Matalan sem er ódýr markaður með föt og búsáhöld. Ég var alveg hissa því í ofanálag að vera hræódýrt þá var allt svo sætt og smart og ég átti í fullu fangi við að hella mér ekki bara út í að kaupa og kaupa. Við fundum diska og hnífapör og nú þegar heim er komið klæjar mig aldrei sem fyrr eftir eigin húsi. Ég er alltaf að skoða og spá og spekúlera og nú er ég alveg veik í hús. Hús sem ég get rifið sundur og saman eftir eigin höfði og málað og skreytt eins og mér sýnist. Mikil ósköp sem það verður nú gaman. Þeir feðgar eru ekki alveg jafn hressir og ég, sofna bara í miðjum æsingnum. ´Ég er enn spennt fyrir Jones-Street vegna þess að öllu gríni slepptu þá virkar húsið alveg smellpasslegt fyrir okkur, í réttum verðflokki og alveg frábærlega staðsett.

Engin ummæli: