þriðjudagur, 17. febrúar 2004

Það var svona líka svaka gaman á tónleikunum með Fish og það kom mér skemmtilega á óvart hvað mér fannst mikið varið í lögin. Kallin er sköllóttur, feitur og luralegur en það lekur af honum karisma og maður gat ekki annað er hrifist með. Dave var hoppandi um af gleði og það var náttúrulega voða gaman að sjá hann svona kátann. Best var að finna það að ég gat farið frá Lúkasi án þess að fríka út af áhyggjum og að honum leið bara vel með tengdó. Allavega ef það var eitthvað vesen þá sagði hún ekki frá því. Ég fann nú samt vel fyrir því að hafa farið út á mánudeginum. Við vorum bæði sma rykug og fengum okkur lúr með Lúkasi. Svona er maður nú orðinn gamall og lúinn.

Ég fór svo í gær með stelpunum úr nuddinu og við skráðum börnin, Lúkas, Joshua og Kieran, á sundnámskeið. Ég hlakka voðalega til þess. Það er á föstudögum klukkan hálf tvö og við ákváðum að reyna að hittast alltaf fyrir sund og fá okkur hádegismat saman. Það gæti verið skemmtileg föstudagshefð.

Í dag er ég svo búin að vera döpur og leið og kann engar skýringar þar á. Voðalega sem mér leiðast þessir dagar, en maður þarf örugglega stundum að vera dapur til að vera kátur alla hina dagana. Annars væri lífið bara "flatline" eins og Ásta hughreysti mig með núna áðan, og það er ekki mikið varið í það.

Engin ummæli: