mánudagur, 9. febrúar 2004

Ég ákvað í gær að elda fasana (enn einu sinni) en gera það með stæl. Ég fyllti þá með sveppa/skinku fyllingu og innbakaði svo í smjördegi. Tókst bara nokkuð vel til þó ég segji sjálf frá. ég er alveg orðin húkkt á matreiðslu og bókum um efnið. Eitthvað varð ég að finna mér að gera. En þessu ljúflingstímabili ætti nú að vera að fara að ljúka. Ég þarf að fara að einbeita mér að því að finna vinnu. Ég bara veit ekkert hvað ég vil gera. Ég snýst í kringum að vilja bara vera heima og knúsa Lúkas og þrá að komast út á meðal fullorðinna.

Engin ummæli: