mánudagur, 9. febrúar 2004

'Otrúlegt en satt. Eftir nudd þá sitjum við saman í smástund, drekkum kaffibolla og spjöllum saman sem er bæði gott og gagnlegt, maður fær allskonar tips um börn og getur fullvissað sig um ða maður sé að gera rétt og sé kannski ekkert svo slæm í móðurhlutverkinu. Í dag komst ég að því að í Bretlandi eru tæp 50% kvenna með börnin á brjósti. Og á svæðinu sem ég bý á eru þær undir 5%! !!!!! 95% gefa börnunum sínum formúlu án þess einu sinni að prófa hvort þær geti gefið brjóst. Og hjúkkan gat sagt okkur að 98% íslenskra kvenna gefa brjóst og hugsa ekki um það tvisvar. Hún vildi meina að það væri ástæðan fyrir því að ég er enn með Láka á brjósti en að Shirley gafst upp, hún einfaldlega er ekki vön brjóstagjöf meðan að ég aftur á móti sé það ekki sem valmöguleika að gefa formúlu. Ísland er notað sem fyrirmynd í samtökunum sem hjúkkan er talsmaður fyrir. Þau samtök eru að reyna að fá breskar konur til að gefa brjóst og fá þær til að skilja að það er í raun og veru minna mál en að gefa formúlumjólk. Og hún spurði mig í dag hvort ég myndi vilja vera sýningargripur. (Talk about feeling like a cow!) Hún er að fara að opna "breastfeeding clinic" stofu þar sem konur geta komið og fengið ráð og hvaðan hún ætlar að breiða út boðskapinn. Hún vill sumsé að ég komi og segji að brjóstagjöf sé ekkert mál. Við sjáum til með það. En þetta er óneitanlega verkefni. Kannski að ég geti bara fengið vinnu þar.

Engin ummæli: