miðvikudagur, 11. febrúar 2004

Við Lúkas vorum að koma úr bæjarferð með fulla poka af nýjum förum á okkur bæði. Við þurftum að fá nýjan galla vegna þess að tengdamóðir mín ógurleg pantaði fjölskyldumyndatöku af okkur öllum (Ég,Dave og Lúkas, Tracy, Garry og strákrnir þeirra) og við eigum að fara í það núna á laugardag. Hér eru einhverskonar lög sem segja að maður eigi að fara með barnið til ljósmyndara og stija fyrir. Vandamálið er að mér finnast þessar myndir svo svaðalega hallærislegar. Ljótur bakgrunnur og óekta allt saman og engin leið að setja svona óskapnað í smart ramma. Við fengum reyndar að sjá myndir frá stúdíóinu og þeir taka líka flottar myndir, svarthvitar í skemmtilegum uppsetninum. Ég mydni vilja fá svoleiðis en þar eð þetta er gert fyrir tengdó þá þurfum við að gera það sem hún vill. ég veit bara ekki hvað ég á að gera ef ég fæ eintak. Ég vil ekki hengja svona hefðbundna mynd upp en er hrædd um að móðga fjösldylduna ef ég geri það ekki. Vonandi get ég fengið alla til að sitja fyrir á einni óhefðbundinni og hengt hana svo upp. Þá eru allir ánægðir.

Engin ummæli: