þriðjudagur, 16. mars 2004

Jæja, þá er lífið að komast aftur í kunnuglegar skorður eftir heimsókn stelpnanna. Við skemmtum okkur konunglega, fórum á pöbbinn, versluðum, út að borða, á djammið, smá túristarölt og síðast en ekki síst dúlluðumst í Lúkasi og spjölluðum saman. Ég held að þeim hafi bara litist vel á allt mitt og Chester sló tvímælalaust í gegn. Tvíbentar tilfinningar hjá mér eftir að þær eru farnar. Ég er alveg ákveðin í að hér líður mér vel og að hér vilji ég vera, en ég verð líka að viðurkenna að ég tek enn betur eftir því hvað ég er einangruð hérna. Þarf aðeins að velta þessu öllu fyrir mér.

Ég hafði áhyggjur af því að Lúkas væri ekki félagslyndur en annað kom í ljós hann vleti sér um af gleði yfir allri athyglinni frá þeim öllum (vantar frænku) og er búinn ða vera mun kröfuharðari við mig síðan á sunnudagskvöld. Enda svo vel gefinn, farinn að lesa bókina sem Harpa gaf honum! En heimsókninni er reyndar ekki alveg lokið, harpa er enn í Birmingham á sýningu og við ætlum að skutlast þangað á morgun að hitta hana í hádegismat. Það verður ljómandi endir á ævintýrinu.

Engin ummæli: