Alveg hreint týpiskt! Núna í nokkra daga eru um 100 pund búin að vera að velkjast um í veskinu mínu í algeru reiðuleysi og án nokkurs tilgangs. Ég er á sama tíma búin að vera að smá höggví í peninginn, mjólkurpottur hér, indverskur þar, matarinnkaup og áður en ég vissi var bara einn lítill 20 punda seðill eftir. Ég ákvað því í dag þar sem að það er fyrsti í sumri og ein 17 stig á celsíus hérna megin að ég og Láki litli myndum rölta í bæinn og kaupa sumargjöf handa pabba hans. Fundum við forla´ta skyrtu og gallabuxur á 15 pund og þótti okkur gott. Á leiðinni heim stoppuðum við svo aðeins við í uppáhaldsbúðinni minni, bara svona til að sjá hvort eitthvað nýtt væri komið. Ég bjóst ekki við því, var bara svona meira að drepa tíma og hafði að auki ekki séð neitt af viti þar í dálítinn tíma. Og viti menn! Tvennar buxur og tvennar skyrtur samanlagt á undir 80 pund, allt sniðið á mig og 100 pundin uppurin og ekki fleiri í sjónmáli. Þetta er nú alveg dæmigert.
Sólin skín glatt og sumarið tvímælalaust komið. Vonandi að mamma og pabbi fái gott veður um helgina.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli