þriðjudagur, 20. apríl 2004

Þetta virðist ætla að verða barátta þetta exem. Nú er aftur hlaupin sýking í kinnina á Lúkasi og læknirinn hans fyrirskipaði fúkkalyf. Mér finnst voðalegt að þurfa að gefa honum lyf en ég get heldur ekki bara látið sýkingu grassera í andlitinu á barninu. Vonandi bara að þetta gangi í þetta sinnið. En það eru slæmu fréttirnar. Góðu fréttirnar eru að mamma og pabbi eru að koma í helgarheimsókn. Það var þá aldrei að eitthvað gott fékkst út úr þessum helv... fótbolta. Manchester United og Liverpool eru að keppa á laugardaginn og fótboltaþyrstir ÍSlendingar leigja sér flug beint til Manchester. Sem er brilliant fyrir okkur því þangað er stutt að fara og auðvelt að ná í fólk. Helgarferð er eiginlega of stutt ef flogið er til London því að bæta við ferðalaginu þaðan og hingað þá er helgin bara búin. En svona er þetta fullkomið. Við förum svo bara og sjáum Wrexham spila við Luton. Enginn munur...

Engin ummæli: