mánudagur, 19. apríl 2004

Þegar Harpa kom í heimsókn til min, kom hún frá Birmingham þar sem hún var að setja upp sýngu fyrir Marel. Hún missti af lestinni og þurfti að taka seinni lest og var orðin hálf nojuð yfir þessu öllu saman. Þegar lestin renndi að því sem hún taldi vera Wrexham var komið niðamyrkur og voru heldur fáir á ferli. Hún hoppaði úr lestinni og brá þá heldur betur í brún því lestarstöðin var kyrfilega merkt Ystafell. Var hún því helst á því að hún væri á einhvern óútskýranlegan hátt komin í Eyjafarðarsýslu og þótti merkilegt. Hún hitti síðan Dave sem gat sagt henni að þetta væri velska og þýddi biðherbergi. Mér þótti sagan góð og til að sanna að í Wales er líka Ystafell þá fann ég skilti og hér má sjá Ystafell!

Engin ummæli: