laugardagur, 17. apríl 2004

Mig minnir endilega að þegar ég var yngri þá las ég allt sem ég náði í. Mér var alveg sama hvað ég var að lesa svo lengi sem ég hefði bók í höndunum. Auðvitað fannst mér sumt skemmtilegra en annað en mestmegnis var ég fordómalaus. Svo fór ég í háskólann og fannst endilega að ég þyrfti að lesa "bókmenntir" og endaði á að óverdósa á fagurbókmenntunum. Síðustu tvö ár hef ég einungis og ég er ekki að grínast hérna, einungis lesið "chick-lit", þ.e. rómantíska gamanmynd á pappír. Ég verð að viðurkenna að hafa verið orðin örvæntingarfull um að komast nokkurn tíman út úr þessum ósköpum þegar Kalli benti mér á þessa best-seller bók, The Da Vinci Code. Ég keypti hana í fyrradag og er bara búin með hana. Mikið ægilega var hún skemmtileg. Þrumuafþreying með svaka pælingum. Mikið hef ég gaman af þessari útskýringu á kaleiknum helga. Mér finnast svona samsæriskenningar alveg æðislegar. Allavega þá var hún svo skemmtileg að ég keypti aðra bók eftir höfundinn í dag og er strax orðin niðursokkin í hana. (Grey Lúkas, engin mamma!)

Ég er að vona að ég hafi galdrað burt óheppnina hans Dave í dag. Ég fann galdrastafi á netinu og prentaði út Róðukrossinn handa honum og lét hann setja hann á sig. Svo er það bara að trúa. Annars þá mætti halda að Dave væri Íslendingurinn en ekki ég, með hring með rúnum á fingri, Þórshamarinn um hálsinn og skjaldarmerkið á bolnum sínum og núna galdrastaf í veskinu! Hann er ægilega ánægður með þetta allt saman.

Engin ummæli: