Þrátt fyrir smá rigningarsudda í dag er ég sannfærð um að sumarið sé komið hingað til okkar. Allt er orðið grænt og það er svona hiti í loftinu, útlenskur hiti og lykt, eitthvað sem ekki fæst á Íslandi. Flestir eru strollandi um á peysunni. Það reyndar segir ekki mikið, mér finnast Veilsverjar ekki klæða sig eftir veðri og þá sérstaklega ekki börnin sín. Hér sér maður ekki húfu eða vettling á nokkru barni, nema Lúkasi, og fólk segir við mig að ég pakki honum of vel inn. Hvað um það. Í gær var veðrið svo indælt að við skelltum okkur til Chester til að spóka okkur og ná í myndirnar sem teknar voru þarna um daginn. Þær komu vægast sagt vel út og verður gaman að sjá hvort við getum ekki stækkað þær og sett fallega í ramma. Það er alltaf jafn gaman að rölta um í Chester, þar er bæði svo fallegt og svo var veðrið alveg ljómandi í gær. Við settumst á útikaffihús og fengum okkur te og skonsur og höfðum það gott.
Annars þá stakk mamma hans Dave upp á því í gær að við Dave giftum okkur bara á Íslandi. Jimmy fengi bara hótel með hjólastólaaðgengi og þá væri það ekkert mál, það væri jú, fjórum seinnum fleira fólk mín megin en Dave megin. Mér líst ágætlega á það. Gifta sig í Þolló og halda almennilega veislu þar. Jú, fín hugmynd.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli