mánudagur, 10. maí 2004
Halgin var alveg hreint ljómandi ljúf, við fórum til Dainas Dinlle sem er rétt hjá Caernarfon þar sem mamma og pabbi Daves eru með sumarhús. Veðrið var reyndar ekkert til að hrópa húrra fyrir en okkur leið samt eins og við værum í fríi, lékum við Lúkas, lásum, spiluðum trivial og griluðum. Mjög gott. Við fylgjumst með Lúkasi þroskast á hverjum degi. hann er núna farinn að þeytast um á göngugrindinni sinni, hann situr orðið uppréttur og borðar mat og veit orðið hvað er gott og hvað ekki. (Matnum fylgja svo "alvöru" bleyjur sem er ekki jafn spennandi fyrir okkur Dave!)ég hef hingað til verið að gefa honum matinnn sinn sitjandi í ömmustól en núna er hann farinn að reisa sig við þannig að hann getur dottil framfyrir sig. Það er því víst kominn tími á að kaupa barnastól handa honum. Ég er búin að vera að skoða úrvalið á netinu í dag og það er svo sem nóg til. Ég er búin að útiloka plaststóla með myndum af Bangsímon. Ég get bara ekki séð að svoleiðis fari vel inni hjá mér. Fyrir utan að þeir kosta upp undir 90 pund. Ég er því búin að sjá út að ég vil fá tréstól. Og helst myndi ég vilja Tripp Trapp. Þeir eru náttúrulega bæði langflottastir og duga lengst. Alvöru Stokke Tripp Trapp kostar 100 pund, þannig að ég var að vona að ég finndi "knock-off" í IKEA. En ég get ekki séð að það sé til þar. Ég er eiginlega alveg hissa á því. Ég fæ í IKEA mjög sætan tréstól á 35 pund en hann dugar náttúrulega bara á meðan að Lúkas er þetta lítill. Voðalega er leiðinlegt að eiga bara ekki nógan pening alltaf hreint til að kaupa bara það sem mann langar í.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli