þriðjudagur, 11. maí 2004

Núna er sumarið komið. Eða það held ég. Þetta bölvaða breska veður er bara alveg eins og það íslenska; engin leið að treysta á það. Allavega þá fórum við Ceri í bæinn í dag og vorum báðar í stuttermabolum og gátum samt setið svo vel var á útikaffihúsi. Mikið er auðveldara að fara með Lúkas með sér eitthvað nú þegar hann er orðinn svona stór kall. Ég pakkaði bara hádegismatnum hans með og svo fékk hann bara að borða á kaffihúsi eins og fínn maður. Svo situr hann bara eins og kóngur í kerrunni sinni og skoðar sig um og kommentar öðru hvoru á hitt og þetta. Þetta er allt annað líf heldur en vesenið þegar hann var agnarsmár. Í öðrum frétum þá vildi ég óska þess að ég væri fimm ára. Ég fann svo æðislegann kjól á fimm ára stelpu. Hvítur tjullkjóll með bleikum blómum og áföstum vængjum. Lítill álfprinsessukjóll. Ég keypti hann handa Nönnu í afmælisgjöf en væa hvað ég myndi vilja geta verið í honum sjálf, það er örugglega ekkert skemmtilega en að vera álfaprinsessa með vængi.

Engin ummæli: