Við vorum að koma úr ægilegum göngutúr, fórum til Tý Mawr (Stóra hús, af einhverjum ástæðum) sem er einn af opinberu skógunum hérna. Þar eru skemmtilegar gönguleiðir þar sem er auðvelt að ýta vagni og allskonar landslög og náttúrur að skoða og svo eru þar líka ýmiskonar dýr á stangli fyrir börnin. Sólin skín í heiði og við erum öll aðeins rauðari en við vorum í morgun. En mikið var gaman að reyna aðeins á sig og finna hjartað slá aðeins hraðar. Ég er orðin kvöldsvæf af þrekleysi og maður finnur það þegar að sumarið kemur hvað mann langar til að koma sér í betra form. Og hvað mann langar til að sitja úti á einum af milljón pöbbum hér og drekka bjór á meðan að sólin bakar mann. Ohh hið ljúfa líf...
Verst var að ég gleymdi myndavélinni, það er svo fallegt hérna þegar allt stendur í blóma að ég ættiað prómótera gestalandinu mínu aðeins. Next time eins og þeir segja.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli