Ég var að finna nýtt til að sýna vinum og vandamönnum sem koma í heimsókn. Svakalega verslunarsamtæðu með "outlet" búðum, þannig að maður fær designer vöru á helmingsafslætti. Ég hélt að Dave hefði verið að halda þessu leyndu fyrir mér en hann vissi bara ekki af þessu þetta er það nýtt. Ég var mest að skoða búð sem minnti á Kokku á laugarvegi. klikkað dót í eldhúsið. Ég get ekki beðið eftir að kaupa hús. Þá verður sko verlsað. Ég eyddi síðan dálitlum pening í Whittard, keypti almennilegt kaffi og svoleiðis.
Við Ceri fórum þangað með það í huga að kaupa brúðargjöf handa Shirley og Jason. Eftir smá skoðun leyfði ég Ceri bara að velja, mig langaði til að kaupa æðislega rauðvínskaröflu í Bodin en henni leist ekki á minimalíska stílinn sem ég er svo hrifin af. Allt sem hún benti á var svona útskorinn kristall sem ég myndi halda að væri einni ef ekki tveimur kynslóðum of gamalt fyrir mig. En svo hugsaði ég um heimili Shirleyar og fattaði að það sem ég veldi væri ekki fyrir hana. Við sættumst að lokum á myndaramma, fallega, en ég myndi samt ekki setja þá upp. Shirley, eins og allir hér, fer reglulega til ljósmyndara til að láta taka myndir af barninu þannig að það er alltaf hægt að nota myndaramma. Hún getur þá sett brúðkaupsmyndir í þá.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli