laugardagur, 3. júlí 2004

Það er enn jafn gaman í vinnunni, ég er alltaf að kynnast kellingunum betur og líkar vel við þær allar. Ég er reyndar ekkert svakalega hrifin af optikernum sjálfum en mér skildist á hinum stelpunum að hann væri ekkert svaðalega vinsæll þannig að það er ókei. Ég þarf heldur ekki að vera í appelsínugula búningnum. Það er akkúrat verið að skipta yfir í bláa dragt með ljósblárri skyrtu, hlutlaust og fínt, og ég fæ bara svoleiðis búðing. Fínt, því þá þarf mar ekki alltaf að vera að velta fyrir sér í hverju maður á að fara í á morgun.

Ég er enn ekki búin að finna rytmann á þessu öllu saman og skil ekkert í því hvernig maður fer að þessu. Ég er eiginlega of þreytt þegar ég er komin heim klukkan 6 til að elda eitthvað almennilegt og ekki nenni ég að ryksuga þá. Hvenær er það eiginlega gert? Ég á bara einn dag í frí í einu og tími einhvernveginn ekki að ryksuga þá. Ég býst nú samt við að svoleiðis verði það. ákveða kvöldi áður hvað á að vera í matinn til að taka úr frysti í tíma og svoleiðis. Voðalegt er þetta allt saman.

Engin ummæli: